Íslensk félög greiddu um 3,74 milljarða króna í laun og launatengd gjöld á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál félaga á Íslandi.
Af þessum 3,74 milljörðum fóru 612 milljónir í meistaraflokka karla en um 1,3 milljarður í aðra flokka, karla og kvenna.
Breiðablik greiddi mest í laun eða 599 milljónir. Þar á eftir er Valur með 304 milljónir og svo FH með 303. Víkingur og Stjarnan koma þar á eftir með 265 og 262 milljónir.
Milljarðarnir 3,74 eru hækkun frá því í fyrra, en þá greiddu félög um 3,45 milljarða í laun og launatengd gjöld.
Hér að neðan má sjá listann yfir laun og launatengd gjöld félaga á síðasta ári í heild sinni.
Skýrsla KSÍ og Deloitte er unnin úr ársreikningum þeirra félaga sem hafa tekið þátt í keppni efstu deilda karla og kvenna á árunum 2019 – 2023.