Breyting hefur verið gerð á tveimur leikjum í Bestu deild kvenna.
Það hefur ekki farið framhjá mörgum að vonskuveður er á höfuðborgarsvæðinu og því eru breytingarnar gerðar.
Leikur FH og Víkings sem átti að fara fram klukkan 18 í kvöld á Kaplakrikavelli hefur verið færður til klukkan 14 á morgun.
Þá er heimaleikur Stjörnunnar gegn Fylki í kvöld færður inn í knattspyrnuhúsið Miðgarð í Garðabæ. Hefst hann klukkan 18 samkvæmt áætlun.