fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Fullkomlega hraust fólk notar hjólastóla til að fá forgang um borð

Pressan
Föstudaginn 24. maí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barry Biffle, forstjóri bandaríska lággjaldaflugfélagsins Frontier Airlines, segir að skera þurfi upp herör gegn einstaklingum sem misnota sér þjónustu flugfélaga. Dæmi eru nefnilega um að fullkomlega heilsuhraustir einstaklingar biðji um hjólastóla í þeim eina tilgangi að fá forgang um borð.

Barry kom inn á þetta á erindi á ráðstefnu í New York í vikunni og grínaðist hann með það að flugvélar félagsins hefðu ótrúlegan lækningamátt. Sama fólk og kæmi inn í vélina í hjólastólum gæti svo gengið út úr henni á áfangastað án nokkurra vandkvæða.

„Ef þú leggur bílnum þínum í stæði fyrir hreyfihamlaða kemur löggan og þú færð sekt. Það sama ætti að eiga við um fólk sem misnotar þessa þjónustu,“ sagði Barry og bætti við að þetta kæmi niður á þeim sem raunverulega þurfa á þjónustunni að halda.

Samkvæmt lögum frá árinu 1986 þurfa flugfélög að útvega hjólastóla fyrir hreyfihamlaða farþega en þessi sömu lög kveða einnig á um að hreyfihamlaðir njóti forgangs um borð. Þurfa þeir þar af leiðandi ekki að bíða í röðum sem getur tekið drykklanga stund.

Barry benti á að í einu flugi hafi hvorki fleiri né færri en 20 farþegar óskað eftir því að fá hjólastól áður en þeir fóru um borð. Aðeins þrír þeirra notuðu svo hjólastól þegar vélin lenti á áfangastað.

Talið er að þessa aukningu megi að hluta rekja til myndbands sem fór víða á TikTok árið 2022 þar sem sagt var frá ýmsum ráðum til að forðast langar raðir á flugvöllum. Eitt af þessum ráðum var að fá hjólastól til að létta sér lífið og forðast biðraðir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning

Yfirmaður myrta forstjórans sýnir reiði almennings skilning
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa

Myndband sýnir björgun fanga úr fangelsi í Sýrlandi – Hafði verið fjóra mánuði í gluggalausum klefa
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi

Stytta vinnuvikuna í 4 daga – Vonast til að það auki frjósemi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru

Fundu gögn sem sýna hversu mikil auðæfi frú Assad eru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um