Barcelona er búið að reka Xavi úr starfi, hefur þetta legið í loftinu. Fabrizio Romano segir frá og Barcelona hefur nú staðfest þetta.
Hansi Flick tekur við þjálfun liðsins.
Xavi hafði ætlað að hætta en Joan Laporta forseti Barcelona sannfærði hann um að halda áfram. Síðan hefur kastast i kekki á milli þeirra og samstarfið virðist á enda.
Forráðamenn Barcelona eru ósáttir með gengi liðsins á tímabilinu eftir að Xavi stýrði liðinu til sigurs í La Liga tímabilið á undan.
Xavi er ein af goðsögnunum í sögu Barcelona og ljóst að brottrekstur hans muni fara öfugt ofan í marga stuðningsmenn félagsins.
🚨🔵🔴 BREAKING: Xavi has been sacked, also directly informed today by Barcelona president Joan Laporta.
Hansi Flick, set to become new Barça head coach soon. 🇩🇪 pic.twitter.com/srnzInY9JO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 24, 2024