fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Telur að Katrín vinni ef hún nær að gera þetta á lokasprettinum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 24. maí 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ragnarsson, lektor við Háskólann á Akureyri og Heartstyles forystuþjálfari, segir að allt stefni í mest spennandi kosningar í langan tíma þar sem fimm frambjóðendur virðast enn eiga möguleika á sigri.

Sigurður skrifar pistil á vef Vísis þar sem hann fer yfir kosningabaráttuna og hvernig má meta helstu frambjóðendur út frá leiðtogafræðum.

„Samkvæmt helstu skoðanakönnunum eru fimm frambjóðendur sem virðast skera sig úr og eru að fá yfir 10% fylgi. Þetta eru Baldur Þórhallsson, Halla Hrund Logadóttir, Halla Tómasdóttir, Jón Gnarr og Katrín Jakobsdóttir,“ segir hann og tekur svo fyrir hvern og einn þessara fimm frambjóðenda og fer yfir helstu kosti þeirra.

Segir hann að allir frambjóðendur hafi sýnt í fyrri störfum sínum, þó ólík séu, að þau hafi veitt forystu og leitt fjölbreytt verkefni.

Um Katrínu segir hann að ein helsta áskorun hennar sé að slíta sig frá embætti forsætisráðherra sem „sameiningarafls“ ríkisstjórnarinnar.

„Undir hennar forystu hefur ríkisstjórnin fengið töluverða gagnrýni og hefur, samkvæmt skoðanakönnunum, ekki skorað hátt í vinsældum undanfarin misseri. Auk þess hefur Katrín verið gagnrýnd fyrir hvernig hún fór þar frá borði. Til þess að eiga möguleika á sigri er líklegt að Katrín þurfi að skapa gjöfulli kringumstæður. Þetta er samt ekki einfalt mál því margt í pólitískum störfum Katrínar ætti að geta hjálpað henni í kosningabaráttunni.“

En hver er líklegastur til að vinna kosningarnar eftir viku? Sigurður segir sína skoðun á því.

„Ef Katrín nær að aftengja sig við ríkisstjórnina verður hún að teljast í góðri stöðu og er líklega sigurstranglegust. Halla Hrund er ennþá að skora hátt og gengi hennar kann að ráðast af því hvernig til tekst hjá Katrínu að aftengja. Kannski kann Halla Hrund einhver töfrabrögð eins og Katrín enda hefur Halla Hrund vísað í þau þegar kemur að samvinnu eins og fyrr segir. Uppsveifla Höllu Tómasdóttur hefur verið mikil en er tíminn fram að kosningum í sviðsljósinu of stuttur til að ná alla leið á toppinn? Spurning hvort Baldur og Jón Gnarr hafi þegar toppað en auðvitað geta báðir haft ása upp í erminni á lokametrunum. Jón Gnarr mun kannski fara að taka meiri sénsa. Hann virðist óhræddur að setja fram skoðanir sínar þó þær séu ekki endilega dæmigerðar fyrir fólk í framboði. Sumsé, Katrín vinnur ef hún nær að skilja sig frá verkum sínum í ríkisstjórninni, annars virðist Halla Hrund einna sigurstranglegust. Halla Tómasdóttir myndi auka líkur á sigri ef kosningum verður frestað um smá tíma, en það er ekki líklegt. En kannski dugar tíminn fram að kosningum til að taka fram úr öllum öðrum? Ef Baldur og Jón Gnarr fá ekki að taka við keflinu frá Guðna Th. er samt útlit fyrir að þeir fái góða kosningu.“

Sigurður bendir að lokum á að margir kjósendur virðist enn óákveðnir og ólíkar kannanir sýni aðeins mismunandi niðurstöður.

„En hvernig sem fer virðist stefna í mest spennandi kosningar í langan tíma þar sem ofantöld fimm fræknu virðast öll ennþá eiga möguleika á sigri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“

Læknir vill bólusetningar við RS veiru – „Legudeildin full af börnum með sýkinguna“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp