Manchester United var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem lenti verst í meiðslum á liðnu tímabili, alls komu upp 45 meiðsli á tímabilinu.
Lykilmenn liðsins hafa átt í stökustu vandræðum með að halda heilsu en talað hefur verið um mikið æfingaálag hjá Erik ten Hag.
Meiðsli voru einnig að hrjá Chelsea sem lenti í því í 43 skipti að leikmaður meiddist.
Newcastle og Brighton fóru einnig illa úr þessu en Liverpool lenti í 35 sinnum í því að leikmaður meiddist.
Svona er listinn.