Arnar Þór kærði myndina til siðanefndar Blaðamannafélag Íslands en á myndinni mátti sjá Arnar Þór í búningi nasista.
Í nýjasta tölublaði Heimildarinnar í dag segist Halldór telja að Arnar hafi misskilið myndina og honum þyki gagnrýnin ekki sanngjörn. Með myndinni hafi hann viljað draga fram hörðustu gagnrýnina sem forsetaframbjóðendur hafa orðið fyrir. Með myndinni sé hann ekki að segja að Arnar Þór sé nasisti. „Ég er að segja að þessi umræða er til,“ segir hann við Heimildina.
Arnar Þór og Halldór fóru yfir málið á Bylgjunni í vikunni og segir Halldór að áður en viðtalið fór fram hafi þeir rifist. „Við tókumst hart á í viðtalinu og eftir viðtalið héldum við aðeins áfram og róuðumst aðeins. Hann endaði með því að árita bók handa mér með vinsemd.“
Halldór er fastur á því að biðja Arnar Þór ekki afsökunar á myndinni.
„Ég sagði honum alveg skýrt og greinilega þegar við kvöddumst í vinsemd að ég ætlaði ekki að biðja hann afsökunar og hann tók því vel. Við erum sáttir en ekkert endilega sammála,“ segir hann við Heimildina þar sem nánar er fjallað um málið.