Wayne Rooney er að landa starfi í þjálfun en samkvæmt fréttum á Englandi í dag er hann að taka við Plymouth Argyle.
Rooney var rekinn frá Birmingham á liðnu tímabili eftir ömurlegt gengi en hann stýrði liðinu aðeins í fimmtán leikjum.
Plymouth rétt bjargaði sér frá falli úr Championship deildinni.
Neil Dewsnip stjórnarformaður Plymouth er að keyra þetta í gegn og vill ólmur fá Rooney samkvæmt Telegraph.
Rooney hefur stýrt Derby, DC United og Birmingham en er nú að landa sínu fjórða starfi á stuttum ferli.