Wayne Rooney nálgast það að snúa aftur í knattspyrnuþjálfun samkvæmt fréttum frá Englandi í kvöld.
Telegraph segir frá því að Plymouth sé að reyna að ganga frá ráðningu á Manchester United goðsögninni. Félagið rak Ian Foster á dögunum eftir að hafa naumlega haldið sér uppi í ensku B-deildinni.
Rooney var síðast við stjórnvölinn hjá Birmingham en var rekinn þaðan í janúar eftir skelfilegt gengi. Hann vann tvo leiki af fimmtán þar.
Auk Birmingham hefur Rooney stýrt DC United og Derby á þjálfaraferli sínum.