fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Eyjan

Áhrifamikill Repúblikani segist ekki sætta sig við „óréttlát“ úrslit í forsetakosningunum

Eyjan
Föstudaginn 24. maí 2024 08:00

Hvor mun hafa betur í haust?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki sjálfgefið að bandaríski þingmaðurinn Marco Rubio muni sætta sig við niðurstöðu forsetakosninganna sem fara fram í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þá munu Joe Biden og Donald Trump takast á um völdin í Hvíta húsinu.

Rubio, sem situr í öldungadeildinni fyrir Texas, kom fram í sjónvarpsþættinum „Meet the Press“ hjá NBC News á sunnudaginn og þar voru kosningarnar að sjálfsögðu ræddar.

Rubio er meðal þeirra sem taldir eru koma til greina sem varaforsetaefni Trump.

Trump hefur ítrekað haldið því ranglega  fram að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 2020 en þá tapaði hann fyrir Joe Biden.

Í þættinum var Rubio spurður hvort hann muni sætta sig við niðurstöður kosninganna, óháð því hverjar þær verða.

Hann hafnaði því og sagði að báðir aðilar munu véfengja niðurstöðurnar ef þær verða óréttlátar.

Hann sagði einnig að Repúblikanar muni fara dómstólaleiðina ef „ríkin uppfylla ekki eigin kosningalög“.

Ekki liggur fyrir við hvað Rubio á þegar hann segir „óréttlát“ úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”

„Óþekkt og almennt slugs orðið hluti af mannréttindum barna”
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk

Arnar Þór íhugar að stofna nýjan stjórnmálaflokk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór

Óttar Guðmundsson skrifar: Ný-mjór
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur

Lindarhvoll: Milljónir í stjórnarlaun en engir stjórnarfundir – óheyrilegur lögfræðikostnaður en engar tímaskýrslur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski

Svarthöfði skrifar: Mjúk lending að hætti AGS – vaxtalækkun eftir ár, kannski
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“

Borgin heldur áformum um flugvöll í Hvassahrauni til streitu og Njáll Trausti furðu lostinn – „Enginn pólitíkus á íslandi er að fara að skrifa upp á það“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir

Jón Sigurður skrifar – Farsælast að vera fullkomlega sannfærður um eigin ranghugmyndir
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu

Sigmundur Ernir skrifar: Einstaklingshyggjan hefur rænt okkur vitinu