fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Áhrifamikill Repúblikani segist ekki sætta sig við „óréttlát“ úrslit í forsetakosningunum

Eyjan
Föstudaginn 24. maí 2024 08:00

Hvor mun hafa betur í haust?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki sjálfgefið að bandaríski þingmaðurinn Marco Rubio muni sætta sig við niðurstöðu forsetakosninganna sem fara fram í Bandaríkjunum í byrjun nóvember. Þá munu Joe Biden og Donald Trump takast á um völdin í Hvíta húsinu.

Rubio, sem situr í öldungadeildinni fyrir Texas, kom fram í sjónvarpsþættinum „Meet the Press“ hjá NBC News á sunnudaginn og þar voru kosningarnar að sjálfsögðu ræddar.

Rubio er meðal þeirra sem taldir eru koma til greina sem varaforsetaefni Trump.

Trump hefur ítrekað haldið því ranglega  fram að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 2020 en þá tapaði hann fyrir Joe Biden.

Í þættinum var Rubio spurður hvort hann muni sætta sig við niðurstöður kosninganna, óháð því hverjar þær verða.

Hann hafnaði því og sagði að báðir aðilar munu véfengja niðurstöðurnar ef þær verða óréttlátar.

Hann sagði einnig að Repúblikanar muni fara dómstólaleiðina ef „ríkin uppfylla ekki eigin kosningalög“.

Ekki liggur fyrir við hvað Rubio á þegar hann segir „óréttlát“ úrslit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“

Kolbeinn spyr hvort Íslendingar þurfi róttæka vinstri hreyfingu – „Ég er hreint ekki sannfærður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“

Halldór Auðar snýr baki við Pírötum – „Niðurstaða kosninganna fyrst og fremst endurspeglun á löskuðu innra starfi“