Rubio, sem situr í öldungadeildinni fyrir Texas, kom fram í sjónvarpsþættinum „Meet the Press“ hjá NBC News á sunnudaginn og þar voru kosningarnar að sjálfsögðu ræddar.
Rubio er meðal þeirra sem taldir eru koma til greina sem varaforsetaefni Trump.
Trump hefur ítrekað haldið því ranglega fram að rangt hafi verið haft við í forsetakosningunum 2020 en þá tapaði hann fyrir Joe Biden.
Í þættinum var Rubio spurður hvort hann muni sætta sig við niðurstöður kosninganna, óháð því hverjar þær verða.
Hann hafnaði því og sagði að báðir aðilar munu véfengja niðurstöðurnar ef þær verða óréttlátar.
Hann sagði einnig að Repúblikanar muni fara dómstólaleiðina ef „ríkin uppfylla ekki eigin kosningalög“.
Ekki liggur fyrir við hvað Rubio á þegar hann segir „óréttlát“ úrslit.