Lagið hefur notið mikilla vinsælda á TikTok eftir að það var gefið út í apríl. Er lagið sagt brjóta gegn öryggislöggjöfinni í Suður-Kóreu.
Í tilkynningu frá suðurkóreskum yfirvöldum segir að texti lagsins lofsami einræðisherrann og sveipi hann dýrðarljóma.
BBC segir að suðurkóreska öryggislöggjöfin tryggi að enginn aðgangur sé að vefsíðum stjórnvalda í Norður-Kóreu sem og norðurkóreskum fjölmiðlum. Lögin gera einnig refsivert að segja eða gera eitthvað sem telst jákvætt fyrir einræðisstjórnina.
Lokað verður fyrir 29 útgáfur af laginu en ekki hefur verið skýrt frá hvernig það verður gert.