Bandaríska söngkonan Kelly Rowland mætti á kvikmyndahátíðina í Cannes við frumsýningu frönsku kvikmyndarinnar Marcello Mio. Á leið hennar upp tröppurnar frægu átti Rowland í miklum rökræðum við einn öryggisvarða hátíðarinnar, eftir að sú síðarnefnda lyfti upp handleggnum til að leiðbeina Rowland hvert hún ætti að fara.
Myndband af atvikinu hefur vakið athygli, en í því má sjá Rowland hundskamma öryggisvörðinn. „Fólkið sem var stjörnunum til aðstoðar á rauða dreglinum var árásargjarnt og Kelly var að reyna að hunsa það,“ sagði heimildamaður við DailyMail og segir hann að Rowland hafi verið komin með nóg af þessari framkomu. Segir hann að Rowland sé slétt sama þó svo virðist sem hún sé díva með stjörnustæla.
„Þegar Kelly kom að síðasta öryggisverðinum fékk hún alveg nóg vegna þess að konan skammaðii Kelly og sagði henni að halda áfram þegar Kelly var að reyna að veifa til aðdáenda og hjálpa ljósmyndurum að ná mynd. Hún er alveg sama þótt hún líti út eins og díva ef hún veit að hún er að standa með sjálfri sér. Hún er ekki fölsk og vildi setja skýr mörk.’
Myndband frá atvikinu sýnir Rowland skamma öryggisvörðinn þegar hún réttir upp fingurinn til að segja konunni sína meiningu. Öryggisvörðurinn virðist svara tilbaka, Rowland gengur upp tröppurnar en snýr sér svo aftur við og lætur nokkur orð falla til viðbótar áður en hún heldur áfram upp tröppurnar inn í Palais des Festivals höllina.