Lucas Paquetá miðjumaður West Ham og Brasilíu hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir veðmálasvindl.
„Grunur leikur á um að leikmaðurinn hafi haft áhrif á það að fá spjald í leik með það að leiðarljósi að nokkrir aðilar myndu hagnast á því,“ segir í ákæru sambandsins.
Hann er kærður í fleiri liðum og á yfir höfði sér bann ef það tekst að sanna sekt hans.
Paquetá hefur til 3 júní að svara ákæru enska sambandsins en málið hefur verið í rannsókn í nokkra mánuði.
Sandro Tonalli miðjumaður Newcastle var settur í bann fyrir að veðja á eigin leiki í upphafi síðustu leiktíð og fékk tæplega árs bann fyrir það.