fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Ingvi Örn ráðinn markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 23. maí 2024 12:46

Ingvi Örn Ingvason Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvi Örn Ingvason hefur verið ráðinn markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna. Hann starfaði áður hjá Bílaumboðinu Öskju sem markaðssérfræðingur fyrir Kia og Honda. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu.

Ingvi Örn hóf nýlega störf sem markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna. Hann starfaði áður hjá bílaumboðinu Öskju sem markaðssérfræðingur og sinnti markaðsstarfi fyrir Kia, Honda og notaða bíla.

Ingvi Örn er með 12 ára starfsreynslu í markaðsmálum en starfaði einnig um árabil sem markaðssérfræðingur hjá fjölmiðlafyrirtækinu Torg og þar á undan sem markaðssérfræðingur hjá Skeljungi. Ingvi er með M.Sc. í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskólaísland og B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Bifröst.

„Ég er mjög ánægður að vera kominn til starfa hjá jafn rótgrónu fyrirtæki eins Bílabúð Benna og fá tækifæri til að vinna með jafn spennandi vörumerki eins og Porsche sem og nýtt vörumerki, KGM. Það eru spennandi tímar  fram undan og spennandi bílar á leiðinni hingað til lands. Má þar nefna nýjan alrafmagnaðan Porsche Macan  sem er með yfir 600 km drægni og svo alrafmagnaðan Torres frá KGM,“ segir Ingvi Örn.

„Við erum gífurlega ánægð að fá Ingva Örn til starfa til að leiða markaðsstarf okkar og taka þátt í metnaðarfullri uppbyggingu á okkar vörumerkjum og þjónustu,“ segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna.

Bílabúð Benna var stofnað árið 1975 í Reykjavík og er umboð- og þjónustuaðili fyrir Porsche og KGM. Fyrirtækið rekur einnig Sixt bílaleigu og Nesdekk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?