Samkvæmt Talksport er Tottenham tilbúið að selja Richarlison í sumar til þess að fjármagna kaup á öðrum sóknarmanni.
Richarlison hefur verið í tvö ár hjá Tottenham en ekki náð að finna sitt bestsa form þar.
Richarlison er 27 ára gamall en Talksport segir að Tottenham vilji festa kaup á Dominic Solanke í sumar.
Solanke raðaði inn mörkum fyrir Bournemouth í vetur og telur Tottenham að hann geti haldið uppteknum hætti í Lundúnum.
Richarlison kostaði Tottenham nálægt 50 milljónum punda en ólíklegt er að félagið fái þann verðmiða fyrir hann í dag.