Það er ekki búist við öðru en að Arsenal selji Aaron Ramsdale í sumar en hann sættir sig ekki mikið lengur við bekkjarsetu.
Arsenal fékk David Raya á láni frá Brentford fyrir síðustu leiktíð og eignaði hann sér stöðuna í markinu.
Arsenal er með forkaupsrétt á Raya út júní mánuð og ekki er búist við öðru en að félagið nýt sér það.
Ramsdale leitar því á önnur mið og er sagt sagt að Arsenal horfi til þess að kaupa Justin Bijlow markvörð Feyenoord.
Bijlow er 26 ára gamall markvörður sem gæti veitt Raya verðuga samkeppni en á sama tíma sætt sig við bekkjarsetuna.