Tæplega þriðjungur af venjulegu Íslandsmóti er lokið í Bestu deild karla en Íslands og bikarmeistarar Víkings sitja á toppnum með þriggja stiga forskot.
Breiðablik kemur þar á eftir og er þremur stigum á eftir en Valur er fjórum stigum á eftir Víkingi.
Deildin hefur verið ansi spennandi í upphafi móts og mikil gleði verið innan sem utan vallar.
Nokkrir leikmenn hafa skarað fram úr í deildinni á þessum fyrstu vikum tímabilsins og komast í draumalið fyrstu sjö umferðanna hér á 433.is.
Stuðst er við tölfræði og einkunnargjafir í liðsvalinu.
Draumaliðið:
Ingvar Jónsson (Víkingur)
Karl Friðleifur Gunnarsson (Víkingur)
Gunnar Vatnhamar (Víkingur)
Damir Muminovic (Breiðablik)
Johannes Vall (ÍA)
Pablo Punyed (Víkingur)
Aron Jóhannsson (Valur)
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Viktor Jónsson (ÍA)
Fred Saraiva (Fram)