Bernardo Silva hefur íhugað það mjög alvarlega síðustu ár að fara frá Manchester City og þær sögur eru komnar aftur á kreik.
Barcelona og PSG hafa sýnt Bernardo mikinn áhuga en hann er 29 ára gamall.
Nú segja ensk blöð að City sé tilbúið að selja Bernardo og vill félagið fá 50 milljónir punda fyrir hann.
Landsliðsmaðurinn frá Portúgal hefur spilað mjög stórt hlutverk í góðum árangri City síðustu ár.
Talið er að Barcleona muni reyna að fjármagna kaup á Bernardo sem hefur lengi viljað færa sig í aðeins betra veður en hann fær í Manchester.