fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Undir sama þaki – Bærinn þar sem allir búa í sömu blokkinni

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 25. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bærinn Whittier í Alaska er einstakur fyrir margar sakir. Bærinn sem var áður notaður sem bandarísk herstöð, er pínulítill bær sem í dag er heimkynni hafnar, yfirgefinna bygginga og íbúðablokkar. Í bænum búa aðeins 300 manna og það skrýtna er að nær allir búa þeir undir sama þaki.

@messy.nessy #stitch with @livvontheedge ♬ original sound – jenessa

Risastór göng tengja bæinn við umheiminn og þar er ekki mikið að sjá, en í myndbandi árið 2021 lýsti Jennessa reynslu sinni af að búa í bænum um sjö ára skeið.

„Í þessu húsi er pósthús, kirkja, verslun og byggingarskrifstofa. Í kjallaranum erum við með göng sem liggja frá þessari byggingu að skólanum hinum megin við götuna.“ sagði hún. „Hér búa nú 318 manns.“

@messy.nessy Reply to @itadoriswags ♬ original sound – jenessa

Fyrir utan húsið má sjá snæviþakin fjöll, hafið og höfnina, og nokkrar byggingar sem líta út eins og vöruhús.

Í öðru myndbandi sagði Jennessa að á sumrin og þegar loftslagið er þurrara, þá finnst bæjarbúum gaman að fara í gönguferðir og kajakferðir saman.

„Þannig að ef einhver kveikir óvart í eldhúsinu sínu er allur bærinn horfinn?“ spurði einn í athugasemdum.whittier

Nóg virðist af landsvæði svo fólk geti keypt jörð og byggt á, svona til að flytja úr blokkinni. Að sögn Jennessa er það ekki í boði þar sem  landið er í eigu járnbrautarfélags sem hefur engan áhuga á að selja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni