fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Aðdáendur brjálaðir yfir nýju málverki af Katrínu hertogaynju – „Er þetta brandari?“

Fókus
Fimmtudaginn 23. maí 2024 08:57

Margir eru verulega óánægðir með verkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á dögunum var afhjúpað nýtt málverk af Katínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, og er óhætt að segja að viðbrögðin hafa verið blendin og að gagnrýnisraddir séu mun háværari en aðrar.

Listamaðurinn Hannah Uzor málaði myndina, sem er á forsíðu tímaritsins Tatler fyrir júlímánuð.

Katrín, sem er að berjast við krabbamein, sat ekki fyrir myndina en Uzor fór í gegnum mörg þúsund myndir af henni til að fanga svip hennar.

„Ég eyddi miklum tíma í að horfa á hana, horfa á myndir af henni, horfa á myndbönd af henni, sjá hana með fjölskyldu sinni, sjá hana í diplómatískum heimsóknum, sjá hana þegar hún er að róa eða heimsækja barnaspítalann,“ sagði Uzor í myndbandi á Instagram-síðu Tatler.

Kate Middleton on Tatler magazine

Kate Middleton
Listamaðurinn virðist hafa notað myndir frá galakvöldi árið 2022 sem innblástur.

Fjölmiðillinn notaði orðin: „Styrkur, reisn og hugrekki,“ til að lýsa myndinni en netverjar höfðu allt aðrar hugmyndir.

„Ég er fyrir miklum vonbrigðum með þessa mynd, Katrín er miklu fallegri en þetta,“ sagði einn.

„Mjög léleg mynd sem fangar hvorki fegurð né fágun prinsessunnar okkar,“ sagði annar.

„En skelfileg mynd af fallegri konu,“ sagði annar netverji.

Sumir voru ekki vissir hvort Tatler væri að grínast eða ekki.

„Er þetta brandari,“ spurðu einhverjir.

En það voru ekki allir á móti verkinu og hrósuðu sumir því. „Mjög fallegt,“ sagði einn.

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tatler (@tatlermagazine)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn