Mason Greenwood framherji Manchester United hefur sett húsið sitt í borginni til leigu sem bendir til þess að hann fari frá félaginu í sumar.
Greenwood hefur í vetur verið á láni hjá Getafe á Spáni og staðið sig frábærlega.
Þessi 22 ára leikmaður verður líklega seldur í sumar en hús hans í úhtverfi Manchester er til leigu fyrir 2,5 milljón á mánuði.
„Það að húsið sé á markaðnum bendir til þess að hann hafi engan hug á því að snúa aftur til United,“ segir einn við enska blaðið The Sun.
„Þetta er húsið sem hann keypti þegar hann varð stjarna hjá United. Þetta er húsið þar sem hann var handtekinn og húsið sem hann dvaldi í á meðan hann beið eftir niðurstöðu.“
Greenwood var handtekinn í janúar árið 2022 og var sakaður um gróft ofbeldi í nánu sambandi, málið var fellt niður ári síðar þegar vitni breyttu framburði og ný gögn komu fram í málinu.