fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Þreföld eftirspurn eftir leiguhúsnæði miðað við framboð

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 07:39

Mynd: Eyþór Árnason. Myndin tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu fjórum mánuðum hefur hlutfall virkra leitenda af nýjum leigusamningum á leiguvefnum myigloo.is hækkað töluvert. Bendir þessi þróun til þess að eftirspurnarþrýstingur hafi aukist töluvert á leigumarkaði, þar sem fleiri tilvonandi leigjendur keppast nú um hverja leiguíbúð en áður.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í mánaðarskýrslu HMS fyrir maímánuð.

„Myndin hér að neðan sýnir hlutfall virkra leitenda á myigloo.is af fjölda nýrra leigusamninga á síðustu átta mánuðum. Þar sést að eftirspurn eftir leiguhúsnæði á vefnum var töluvert umfram framboð þess í apríl síðastliðnum, þar sem fjöldi notenda í virkri leit var þrefaldur á við fjölda samninga sem tóku gildi í mánuðinum,“ segir í skýrslunni.

Þá er bent á að skráningartími leiguauglýsinga á myigloo.is hafi nær helmingast á fjórum mánuðum. Í apríl voru um fjórðungur leiguíbúða teknar af vefnum í apríl afskráðar innan tveggja daga frá skráningu. Miðgildi tíma afskráningar var 7 dagar, sem þýðir að helmingur afskráninga átti sér stað á innan við viku frá skráningu.

„Til samanburðar var miðgildi afskráningartíma 13 dagar í janúar, en þá hafði um fjórðungur afskráðra auglýsinga verið á vefnum í 5 daga eða skemur. Auglýsingatíminn hefur því nær helmingast á fjórum mánuðum. Leiguauglýsingar fara því mun hraðar af vefnum í apríl miðað við janúar, sem bendir til aukinnar eftirspurnar eftir leiguhúsnæði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Í gær

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund