Stórtíðindi berast frá Þýskalandi en Vincent Kompany hefur náð samkomulagi við FC Bayern um að taka við liðinu. Bild segir frá.
Kompany fór í viðræður við Bayern í gær og þær hafa borið árangur, nú verður gengið frá lausum endum.
Kompany féll með Burnley úr ensku úrvalsdeildinni í ár en fær nú þetta stóra tækifæri.
Kompany átti frábæran feril sem leikmaður en hefur stýrt Anderlecht og nú síðast Burnley á stuttum þjálfaraferli.
Bayern hefur rætt við marga þjálfara en allir hafa þeir hafnað starfinu, nú fær Kompany tækifærið hjá þessu risastóra félagi.
Bayern reached a verbal agreement with Vincent Kompany ✅. First call via @sachatavolieri
— Tobi Altschäffl (@altobelli13) May 22, 2024