Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu breska varnarmálaráðuneytisins um gang stríðsins í Úkraínu en ráðuneytið birtir slíkar uppfærslur daglega.
Segir ráðuneyti að aðalástæðan fyrir vinnuaflsskortinum sé að svo margir hafi verið kvaddir í herinn og sendir á vígvöllinn í Úkraínu.
Þessu finnur flutningageirinn vel fyrir en á síðasta ári var fjórðungur starfa flutningabílstjóra ómannaður.
Það var síðan ekki til að bæta stöðuna að í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í Moskvu 22. mars síðastliðinn voru reglur um innflytjendur hertar til muna.