Það þóttu mikil tíðindi í síðustu viku þegar Pútín setti hagfræðing í embætti varnarmálaráðherra en sá heitir Andrey Belousov og er gamall bandamaður Pútíns. Þykir setning hans í embættið benda til að Pútín sé að undirbúa sig undir langvarandi stríð og sé að setja efnahagskerfi landsins í stríðsgír til að vera búinn undir árekstra við NATÓ.
Á þriðjudaginn rak hann Yury Sadovenko, hershöfðingja, úr embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra og skipaði í hans stað Oleg Savelye í embættið. Hann er fyrrum aðstoðar efnahagsráðherra og núverandi ríkisendurskoðandi.
Bandaríska hugveitan The Institute for the Study of War segir í umfjöllun um þetta að rússneskir herbloggarar segi að tilnefning Savalyev sé í samræmi við tilraunir Kremlverja til að styrkja stríðsefnahaginn. Ástæðan er að Savelyev á sér fortíð í hagfræði og reynslu af að sinna endurskoðun á varnarmálum, þjóðaröryggismálum og löggæslumálum.