fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Pútín rak ráðherra – Þykir benda til stefnubreytingar í stríðinu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 23. maí 2024 10:30

Yury Sadovenko. Mynd:Rússneska varnarmálaráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, stokkaði upp í ríkisstjórn sinni í síðustu viku og færði menn á milli embætta. En hann er ekki hættur því á þriðjudaginn rak hann einn ráðherra og þykir sú ráðstöfun benda til að verið sé að breyta um stefnu í stríðsrekstrinum í Úkraínu.

Það þóttu mikil tíðindi í síðustu viku þegar Pútín setti hagfræðing í embætti varnarmálaráðherra en sá heitir Andrey Belousov og er gamall bandamaður Pútíns. Þykir setning hans í embættið benda til að Pútín sé að undirbúa sig undir langvarandi stríð og sé að setja efnahagskerfi landsins í stríðsgír til að vera búinn undir árekstra við NATÓ.

Á þriðjudaginn rak hann Yury Sadovenko, hershöfðingja, úr embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra og skipaði í hans stað Oleg Savelye í embættið. Hann er fyrrum aðstoðar efnahagsráðherra og núverandi ríkisendurskoðandi.

Bandaríska hugveitan The Institute for the Study of War segir í umfjöllun um þetta að rússneskir herbloggarar segi að tilnefning Savalyev sé í samræmi við tilraunir Kremlverja til að styrkja stríðsefnahaginn. Ástæðan er að Savelyev á sér fortíð í hagfræði og reynslu af að sinna endurskoðun á varnarmálum, þjóðaröryggismálum og löggæslumálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks