Wayne Rooney og Frank Lampard hafa samið við BBC og verða lykilmenn í umfjöllun þeirra um Evrópumótið í knattspyrnu.
BBC er með réttinn af Evrópumótinu í Bretlandi ásamt ITV.
Rooney hefur vakið athygli sem sérfræðingur undanfarnar vikur eftir að hann samdi við Sky Sports.
Lampard hefur verið atvinnulaus í rúmt ár og mætir nú sem sérfræðingur á mótið.
Thomas Frank stjóri Brentford, David Moyes og Cesc Fabregas verða einnig í teyminu hjá BBC.