fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Fyrrverandi klámstjarna varar ungar konur við – „Ég gerði hluti sem mér leið illa með“

Fókus
Miðvikudaginn 22. maí 2024 14:09

Ainslie sér eftir því að hafa byrjað í klámi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralski áhrifavaldurinn Ainslie sér eftir því að hafa byrjað á OnlyFans. Hún vill vara aðrar ungar konur að gera sömu mistök og hún og hugsa ekki almennilega út í afleiðingarnar.

Ainslie segir að sumar OnlyFans-stjörnur láti starfið líta út fyrir að vera auðvelt og að mikill glamúr fylgi því, en hún segir raunveruleikann vera annan. Sérstaklega ef þú ert ekki þegar vinsæl á samfélagsmiðlum og með stóran fylgjendahóp. Hún hvetur þær sem eru að íhuga að byrja í klámi að skoða aðra möguleika.

„Ég held að fólk þurfi að hugsa þetta vel og vandlega áður en það lætur til skarar skríða. Um leið og þú byrjar þá verður allt á netinu að eilífu,“ sagði hún.

„Ég vildi óska þess að ég hafi sett sjálfri mér mörk, og fylgt þeim, því ég gerði hluti sem mér leið illa með, því ég var að reyna að halda í við alla hina.“

@ainslieggReally outting myself witg this one 😬

♬ original sound – Ainslie

Ainslie er annt um að skilaboð hennar dreifist sem víðast og reyndi að ná til ungu kynslóðarinnar í myndbandi á TikTok.

„Margar ungar stelpur hugsa: „Þetta verður auðveld leið til að þéna pening.“ En sannleikurinn er sá að þetta er erfitt. Þetta er full vinna og ég var í annarri vinnu á sama tíma og það var erfitt að ná að sinna öllu á hverjum degi,“ sagði hún.

„Þú þarft líka að tala við fólk á OnlyFans ef þú vilt þéna meiri pening og þú missir stjórn á því og ferð að tala við fólk allan liðlangan daginn.“

Ainslie bætti við að fólk ætti ekki að vera hissa ef einhver sem það þekkir verði áskrifandi að síðunni þeirra.

„Ég held ég hafi fengið um 120 áskrifendur á þremur mánuðum og margir voru einhverjir sem ég vann með eða var í skóla með.“

„Þetta var skrýtið tímabil“

Fyrrverandi klámstjarnan var í bransanum í þrjá mánuði og þénaði um 950 þúsund krónur.

„Ég gat bara sinnt þessu eins og aukavinnu, það er hægt að afla sér meiri tekna á þessu en þú þarft þá að hugsa vel og vandlega út í allt sem ég nefndi áðan. Spurðu þig sjálfa: „Er þetta sú sem ég vil vera? Er þetta í takt við mig?“ Ég vildi óska þess að ég hafi hugsað meira um þetta áður en ég byrjaði í klámi því ég sé eftir því. Þetta var skrýtið tímabil…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“