„Ég hætti að ganga í g-streng því mér fannst óþægilegt að vera með aðskotahlut í rassaskorunni. Ég hætti að ganga í g-streng fyrir svona tuttugu árum síðan. Ung samstarfskona mín spurði mig fyrir nokkrum árum hvort mér þætti ekki óþægilegt að fólk sæi nærbuxurnar í gegnum spandexið þegar ég færi í ræktina. Ég fór sem betur fer sjaldan í ræktina þannig að þetta var ekki stórt vandamál. Önnur góð vinkona mín sagði einhvern tímann: „Afhverju má fólk ekki vita að ég sé í nærbuxum?“ Þetta sat lengi í mér,“
segir Anna Gunndís Guðmundsdóttir, leikkona, handritshöfundur og leikstjóri, í skemmtilegum pistli á Vísi.
Segir hún að henni finnist tíska svo frábær. „Fer alltaf í hringi. Gott og vont kemur alltaf aftur.“
Segist Anna Gunndís hafa verið í sundi og nú sé tískan að vera í g-streng í sundi.
„Það eru rassar úti um allt. Það góða við þetta er að það skiptir ekki máli lengur hvernig fólk er í laginu, þær eru bara allar á rassinum í sundi – sem er æðislegt. Það er þó minna um miðaldra konur á rassinum í sundi – sem mér finnst leiðinlegt. Þær eru meira í svona sundbolum sem þekja allan rassinn. Nema þær séu í súper formi, þá fara þær sumar í þvenginn. Ég elska tísku og ég elska alla þessa rassa.“
Segir hún bresku leikkonuna Kate Winslet hafa breytt öllu og hún dýrki hana. „Hot piece of ass og venjuleg kelling,“ segir Anna sem segist hafa fengið sér nýjan sundbol um daginn.
„Hann hylur á mér rassinn svona til hálfs því það er bara það sem er til í búðunum og ég hugsa alltaf: Ég er Kate. Ég er Kate. Rúmlega fertug eins og Kate og sjúklega heit eins og Kate. Ekki í súper formi, bara tveggja barna móðir eins og Kate. Og það er heitt. Þetta vita þessar ungu fallegu konur sem eru á rassinum í sundi. Takk Kate.“
Anna bendir á að það sem er fyndið við sundtatatískuna er að „sundtíska karla breytist ekkert. Það er annaðhvort speedo, þessar þröngu, eða sundbuxur sem eru einfaldlega stuttbuxur. Karlar myndu aldrei láta sannfæra sig um að það væri góð hugmynd að vera bara á rassinum í sundi með einhverja pjötlu uppi í skorunni. Gamlar kellingar ekki heldur. Þær eru bara í sundbol og er drull.“