fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Fréttir

Sáðlátsmálið á Norðurlandi fer til Hæstaréttar

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 22. maí 2024 17:30

Málið fer alla leið í dómskerfinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Gareese Joshua Gray sem dæmdur var í Landsrétti fyrir nauðgun. Gareese, sem var nítján ára, hafði staðið klofvega yfir sextán ára stúlku, fróað sér og haft sáðlát yfir andlit hennar gegn hennar vilja.

Hæstiréttur veitti leyfið í gær, þriðjudag. Ekki af því að talið er að það þurfi að leggja mat á sönnunargildi framburða í málinu heldur vegna þess að það þurfi að fá úrlausn um heimfærslu háttseminnar til refsiákvæða.

Í Héraðsdómi Norðurlands eystra þann 8. febrúar árið 2023 var Gareese fundin sekur um brot gegn blygðunarsemi. Sakfellingin var staðfest 23. febrúar síðastliðinn í Landsrétti en þá heimfært undir önnur kynferðismök og nauðgun. Var dómurinn jafn framt þyngdur, úr 9 mánaða skilorðsbundnu fangelsi í 2 ára óskilorðsbundið fangelsi.

Brotið átti sér stað á heimili stúlkunnar þegar Gareese og annar maður, sem stúlkan þekkti til, komu þangað til að hlusta á tónlist og spjalla. Þegar félagi stúlkunnar fór út í búð gerðist Gareese ágengur og lét stúlkan undan kynferðislegum tilburðum hans, svo sem að kyssa á honum liminn. Náði hún að stöðva að hann kæmi hendi sinni inn undir buxur hennar. Að lokum settist hann klofvega yfir hana, fróaði sér og hafði sáðlát yfir andlit hennar þrátt fyrir að hún hafi sagt honum að hún vildi það ekki.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“