Tveir núverandi stjórar í ensku úrvalsdeildinni verða á meðal sparkspekinga á breskum sjónvarpsstöðvum í kringum EM í Þýskalandi í sumar.
England ætlar sér alla leið á mótinu en BBC og ITV deila með sér sjónvarpsréttinum þar í landi.
Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, verður á ITV og Thomas Frank, sem stýrir Brentford, verður á BBC.
Þá verður David Moyes, sem var að hætta sem stjóri West Ham, einnig á BBC.
Einnig verða þekktar stærðir úr þessum bransa. Má þar nefna Rio Ferdinand, Roy Keane, Gary Neville, Ian Wright og fleiri.
EM í Þýskalandi er spilað frá 14. júní til 14. júlí.