fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 22. maí 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skerjarfjarðarskáldið góðkunna, Kristján Hreinsson, er aftur tekinn til við að birta fallegar vísur um uppáhaldsforsetaframbjóðandann sinn, Höllu Hrund Logadóttur. Við greindum frá því um helgina að allar vísur sem Kristján hafði ort til frambjóðandans væri horfnar af Facebook-síðu hans. Í viðtali við DV sagði Kristján ástæðurnar vera m.a. áreiti og dónaskap sem hann yrði fyrir vegna birtinganna.

Sjá einnig: Hefur Kristján snúið baki við Höllu Hrund? – Allar vísurnar horfnar

Kristján hefur núna birt nýja vísu til Höllu Hrundar og nýjan Facebook-pistil um málið. Þar segist hann vera orðinn þreyttur á órökstuddu skítkasti sem varpað er fram til að sverta mannorð.

Hann segir jafnframt að eftir að hann eyddi vísunum um Höllu Hrund hefðu komið menn að máli við hann og boðið honum peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um frambjóðandann vinsæla – þessu hafnaði Kristján. Gefum honum orðið:

„Ég verð stundum þreyttur á fólki sem er leiðinlegt. Ekki það að þetta fólk sé eitthvað verra en annað fólk, skilningsleysið er bara slíkt að maður á erfitt með að átta sig á döprum þankagangi. Það er munur á órökstuddu skítkasti og orðum sem hægt er að rökstyðja. Ég sé t.d. ekkert að því að lyginn maður sé sagður vera ,,lygari“ og ég sé ekkert að því að svikull maður sé sagður vera ,,svikari“ en þetta snýst um að hægt sé að sýna og sanna að um sanngjarna málsmeðferð sé að ræða. Öðru máli gegnir um beint skítkast sem hefur þann eina tilgang að sverta einhvern – án alls rökstuðnings.

Um daginn eyddi ég vísum mínum um Höllu Hrund, einkum vegna ágangs fólks sem virðist hafa þann eina tilgang að kasta fram leiðindum og órökstuddu rugli. Ég fæ mig oft fullsaddan af slíku bulli og þá eyði ég öllu sem eyða þarf.

Það gerðist, á meðan á vísnaeyðingum mínum stóð, að tveir sem ég hef lengi þekkt og einn sem ég veit ekkert hver er, höfðu við mig samband og buðust til að greiða mér peninga ef ég héldi áfram að yrkja fallega um Höllu Hrund. Greiðslurnar afþakkaði ég en fann að það sem ég er að gera er einhvers virði. Samtímis áttaði ég mig á því, sem mér hefur þó verið lengi ljóst, að sumt sem ég segi og skrifa er þess eðlis að vitgrönnu fólki þykir best að ráðast að því með óhróðri, það er gert til þess að reyna að sverta sannleikann.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?