Perry fannst látinn í heitum potti á heimili sínu í Los Angeles þann 28. október síðastliðinn. Krufning leiddi í ljós að hann lést úr neyslu ketamíns og vegna drukknunar. Dauði hans var úrskurðaður sem slys.
Lögreglan hefur opnað nýja rannsókn og rannsakar nú uppruna lyfjanna sem leiddu til dauða hans.
Réttarlæknir sagði að það magn ketamíns sem fannst í blóði hans samsvara því sem er notað við svæfingu á sjúkrahúsum.
Leikarinn opnaði sig um það í sjálfsævisögu sinni, sem kom út árið 2022, að hann hafi verið að undirgangast ketamínmeðferð fyrir þunglyndi og kvíða. Hann fór í síðustu meðferðina rúmlega viku áður en hann lést og var sá skammtur því farinn úr líkama hans áður en hann dó. Réttarlæknir sagði þau ekki skýra andlát hans og rannsakar lögreglan því hvernig Perry hafi komist yfir ketamínið sem dró hann til dauða.