Það hlýnar verulega í þessum landshluta á laugardag og þannig er gert ráð fyrir 19 stiga hita og sól á Akureyri og á Húasvík um miðjan dag. Það verður líka hlýtt fyrir austan en ekki eins sólríkt ef marka má spákortið eins og það birtist í morgun. Á Egilsstöðum verður 17 stiga hiti og skýjað á laugardag.
Á sunnudag verður áfram mjög hlýtt í veðri en ekki alveg eins eins sólríkt; 18 stig á Akureyri, 17 á Húsavík og 19 stig á Egilsstöðum. Á mánudag verður 20 stiga hiti og léttskýjað á Akureyri og á Egilsstöðum allt að 22 stiga hiti og skúrir.
Íbúar í öðrum landshlutum munu ekki fá jafn gott veður þó það verði vissulega ágætt. Á höfuðborgarsvæðinu verður hiti þessa daga þegar best lætur 12 til 13 gráður en skýjað.