Keflavík 3 – 0 Afturelding:
1-0 Sami Kamel (Víti)
2-0 Sami Kamel
3-0 Valur Þór Hákonarson
Afturelding í miklum vandræðum í Lengjudeildinni en liðið er aðeins með eitt stig eftir þrjár umferðir í deildinni. Liðið tapaði 3-0 gegn Keflavík í kvöld.
Arnar Daði Jóhannesson markvörður Aftureldingar var rekinn af velli í fyrri hálfleik í stöðunni 0-0.
Sami Kamel kom Keflavík yfir úr vítaspyrnu eftir það atvik og hann skoraði einnig annað mark Keflavíkur.
Valur Þór Hákonarson bætti svo við þriðja markinu í síðari hálfleik og rak síðasta naglann í kistu Aftureldingar.
Keflavík er nú komið á blað í deildinni en liðið er með þrjú stig en Afturelding aðeins eitt stig.