Breiðablik vann granaslaginn gegn Stjörnunni á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik vann 2-1 sigur og eru Blikar komnir upp í annað sæti deildarinnar.
Öll mörkin í Kópavoginum komu í fyrri hálfleik en fjöldinn allur af færum leit dagsins ljós í þeim síðari án þess að liðunum tækist að skora.
Á sama tíma vann Valur góðan sigur án Gylfa Þórs Sigurðssonar sem er meiddur. Liðið vann 2-1 sigur á HK þar Jónatan Ingi Jónsson skoraði bæði mörkin.
Arnþór Ari Atlason skoraði eitt ótrúlegasta mark sumarsins en Frederik Schram markvörður Vals hreinsaði boltann beint á Arnþór sem skoraði með skalla af löngu færi.
Fram og ÍA gerðu svo 1-1 jafntefli þar sem markavélararnar Guðmundur Magnússon og Viktor Jónsson skoruðu.
Breiðablik 2 – 1 Stjarnan:
1-0 Patrik Johannesen
2-0 Jason Daði Svanþórsson
2-1 Emil Atlason (Víti)
Fram 1 – 1 ÍA
1-0 Guðmundur Magnússon
1-1 Viktor Jónsson
HK 1 – 2 Valur:
0-1 Jónatan Ingi Jónsson
1-1 Arnþór Ari Atlason
1-2 Jónatan Ingi Jónsson