Jóhann Berg Guðmundsson var einn mest skapandi leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð. Hann spilaði sinn síðasta leik fyrir Burnley á sunnudag.
Burnley féll úr ensku úrvalsdeildinni en eftir átta ára dvöl hjá félaginu ákvað Jóhann að hafna nýjum samningi hjá félaginu.
Kevin de Bruyne var mest skapandi leikmaður deildarinnar með nokkrum yfirburðum en Jóhann var í tíunda sæti.
Jóhann skapaði að meðaltali 2,64 færi fyrir samherja sína á hverjum 90 mínútum sem hann spilaði.
Jóhann er 33 ára gamall en hann skoðar nú næstu skref á ferlinum. Ljóst er að tölfræði sem þessi mun hjálpa honum að finna sér nýtt félag.
Listann má sjá hér að neðan,