fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Pressan

Geta ekki skýrt tilvist hrings eins í geimnum

Pressan
Laugardaginn 25. maí 2024 19:30

Hringurinn er hér sýndur með bláum lit. Mynd:University of Central Lancashire

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í 6,9 milljarða ljósára fjarlægð frá jörðinni hafa stjörnufræðingar uppgötvað næstum fullkominn hring af vetrarbrautum og er ummál hans 1,3 milljarðar ljósára. Þessi hringur hefur fengið nafnið „The Big Ring“ og þykir stórmerkilegur.

Tilvist hans og lögun vekja upp efasemdir um þá þekkingu og skilning sem við höfum á alheiminum.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá University of Central Lancashire að sögn Videnskab.dk.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að í einföldu máli sagt þá eigi efni að dreifast nokkuð jafnt í miklu magni ef miðað er við þann skilning sem við höfum á alheiminum. Það eigi ekki að geta safnast saman eða ekki safnast fyrir á ákveðnum svæðum.

En The Big Ring hegðar sér ekki þannig, alls ekki. Það sem gerir málið enn flóknara er að þetta er annar hringurinn af þessu tagi sem fundist hefur á nokkrum árum.

Sami hópur stjörnufræðinga uppgötvaði The Giant Arc, stóra bogann, árið 2021. Þetta er risastórt svæði sem er næstum jafn langt frá jörðinni og The Big Ring og minnir að miklu leyti á hann.

Þessi tvö svæði valda vísindamönnum ákveðnum höfuðverk að sögn Alexia Lopez, sem er aðalhöfundur beggja rannsóknanna.  Hún segir að erfitt sé að útskýra tilvist og tilurð þessara svæða út frá núverandi skilningi okkar og þekkingu á alheiminum.

Bæði svæðin brjóta einnig gegn annarri grundvallarreglu vegna stærðar sinnar. Útreikningar hafa sýnt að fræðileg mörk eru á hversu stórir hlutir af þessu tagi geta orðið og eru þessi mörk 1,2 milljarðar ljósára en báðir hlutirnir eru miklu stærri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Í gær

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum

Svona getur þú gert örbylgjuofninn skínandi hreinan á nokkrum mínútum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp

Þessi matvæli á aldrei að setja í ísskáp
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun

Eru gulir blettir á koddanum þínum? Þeir eru skýr aðvörun