fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Loksins hefur ráðgátan verið leyst – Nú liggur fyrir hvenær á að bursta tennurnar

Pressan
Sunnudaginn 26. maí 2024 15:00

Mynd: Unsplash.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hefur kannski staðið frammi fyrir hinni erfiðu spurningu um hvort það á að tannbursta sig fyrir eða eftir morgunmat?

Þú hefur líklega velt fyrir þér hvort það breyti einhverju hvort þú burstar tennurnar áður en þú borðar hafragrautinn eða ristaða brauðið.

Það er augljóst í huga sumra að rétt sé að borða morgunmatinn fyrst og síðan tannbursta sig til að ná matarleifunum úr tönnunum áður en dagsverkið hefst.

Fyrir aðra er algjörlega útilokað annað en að tannbursta sig um leið og farið er á fætur til að munnurinn og tennurnar verði hreinar eftir nætursvefninn.

Anna Peterson, tannlæknir, er ekki rög við að miðla af þekkingu sinni á málum tengdum tannhirðu og nýtir sér samfélagsmiðla til þeirra verka að sögn ladbible.com.

Hvað varðar fyrrgreinda ráðgátu þá segir hún að best sé að snara sér beint inn á baðherbergi þegar farið er á fætur og tannbursta. Hún segir að fyrir þessu séu aðallega tvær ástæður: „Þegar þú borðar morgunmat, súrnar munnurinn. Ef þú burstar tennurnar eftir að þú borðar morgunmat, þá burstar þú sýruna inn í tennurnar og það eyðir glerungnum. Ef þú byrjar daginn hins vegar á að bursta tennurnar, þá verndar þú þær gegn morgunmatnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni

Réðst á ísbjörn til að bjarga konunni sinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?

Sakamál: Var framið réttarmorð á Rebeccu eða er hún besti lygari í heimi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn

Þetta er besti morgunmaturinn til að tryggja þér orku allan daginn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“

Heilinn getur skilið skrifaða setningu á „augabragði“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta

Þetta finnst þjónum dónaleg hegðun gesta
Pressan
Fyrir 4 dögum

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana

Næringarfræðingar ráðleggja fólki að borða þetta ekki með banana