fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Tugir þúsunda Rússa neyðast til að flýja frá Tyrklandi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 22. maí 2024 07:31

Antalya í Tyrklandi. Ljósmynd/Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir þúsunda Rússa, sem flúðu til Tyrklands eftir innrás Rússa í Úkraínu, hafa neyðst til að flytja þaðan á síðustu 12 mánuðum.

Reuters segir að það sem hreki Rússana úr landi séu meðal annars síhækkandi framfærslukostnaður og vandamál við að fá búsetuleyfi. Er þetta byggt á viðtölum við níu rússneska ríkisborgara og aðgengilegum gögnum.

Tyrkland, sem er NATÓ-ríki, var eins og segull fyrir marga Rússa eftir að stríðið braust út. Voru vinsælustu áfangastaðirnir Istanbúl og Antalya.

Sumir voru á móti innrásinni en aðrir voru að reyna að komast í skjól með fyrirtæki sín vegna refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi, þar á meðal vegna ferðabanns á Rússa sem geta illmögulega ferðast til flestra Evrópuríkja. Sumir voru einnig að forðast að vera kallaðir í herinn.

Nú í maí voru 96.000 Rússar búsettir í Tyrklandi og hefur fækkað úr 154.000 í árslok 2022 samkvæmt opinberum tölum.

Margir hinna brottfluttu hafa flutt sig um set til Serbíu og Svartfjallalands og nokkurra annarra Evrópuríkja sem Rússar geta enn farið til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks