fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Eyjan

Fégráðugur tengdasonur veldur Donald Trump vanda

Eyjan
Miðvikudaginn 22. maí 2024 17:00

Jared Kushner sést hér við hlið Donald Trump tengdaföður síns.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arabískar ríkisstjórnir hafa fjárfesti af miklum móð í Jared Kushner, tengdasyni Donald Trump, og fyrirtæki hans Affinity Partners. Þetta veldur mörgum áhyggjum, þar á meðal Repúblikönum.

Það var í desember á síðasta ári sem Kushner og Mohammed Bin Abdulrahman Al Thanki, forsætisráðherra Katar, funduðu í New York. Ivanka Trump, eiginkona Kushner, var einnig á fundinum auk fleiri auðmanna. Má þar meðal annars nefna Bill Ackman hjá fjárfestingarsjóðnum Pershing Square Capital Management.

Venjulega eru fundir af þessu tagi ekki neitt fréttaefni en þannig var það ekki í þessu tilfelli.

Á síðustu vikum hefur verið vaxandi þrýstingur á Kushner um að skýra frá sambandi sínu við margar af hinum valdamiklu konungsfjölskyldum í Miðausturlöndum. Á sama tíma hafa sjónir margra beinst í sívaxandi mæli að ríkisstjórninni í Katar sem á í nánu sambandi við hryðjuverkasamtökin Hamas.

Katar hefur leikið lykilhlutverk í samningaviðræðum við Hamas um lausn gíslanna sem samtökin hafa haft í haldi sínu síðan þau gerðu árás á Ísrael þann 7. október síðastliðinn. En þetta hefur ekki hindrað Kushner í að styrkja samband sitt við stjórnvöld í Katar.

Í mars á síðasta ári var skýrt frá því að fjárfestingarsjóðir, sem eru nátengdir konungsfjölskyldunni í Katar, hefðu fjárfest fyrir 200 milljónir dollara í Affinity Partners.

Jótlandspósturinn segir að nú spyrji margir sig hvort þetta geti orðið vandamál ef Donald Trump verður aftur kjörinn forseti.

Málið þykir mjög viðkvæmt og eitt það viðkvæmasta í bandarískum stjórnmálum þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“

Björn saknar Óla Björns – „Það munar misjafnlega mikið um framlag þeirra sem hverfa úr þingsölunum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“

Birgir segir að Þórður Snær sé réttkjörinn: „Þetta á sér ekki fordæmi svo ég viti til“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er

Skiptar skoðanir á hversu stjórntækur Flokkur fólksins er
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn