Hér áður fyrr var líklega mun einfaldara að halda framhjá maka sínum. Það var auðvitað alveg jafn rangt þá og það er núna en það var mun auðveldara að laumast óséð(ur) inn á hótel til að eiga ástafund með öðrum en makanum.
Það var engin hætta á að einhver stæði með farsíma og tæki myndir og taggaði viðkomandi síðan í færslu á Facebook. Enginn ætlaðist heldur til þess að fá send smáskilaboð, Snapchat eða myndir á Facebook og Instagram.
En staðan er allt önnur í dag og það er eðlilegasti hlutur að senda myndir og skilaboð öllum stundum.
Konan, sem hér segir frá, ákvað að sögn mammamia.com ákvað að senda eiginmanninum djarfar myndir þegar hún gisti á hóteli án hans.
Með fyrstu myndinni skrifaði hún: „Hótelherbergið, fer fljótlega að sofa“.
Þetta leit bara vel út og hún ákvað því að senda aðra mynd en í þetta sinn voru viðbrögðin ekki bara jákvæð og spennuþrungin. „Hver er í herberginu með þér?“ skrifaði maðurinn hennar til baka.
„Hvað ertu að tala um? Ég tímastillti myndavélina!“ svaraði hún.
„Hættu að ljúga Chelsea, ég veit að þú ert ekki ein í herberginu,“ var svarið.
„Jú, það er ég. Ég sver það elskan mín. Þú veist að ég myndi aldrei halda framhjá þér,“ skrifaði hún að bragði.
„Af hverju í fjandanum eru þá karlmannsskór á seinni myndinni. Ég nenni ekki að ganga í gegnum þetta aftur. Ég hringi í lögmann,“ svaraði eiginmaðurinn þá.