Chelsea er búið að reka Mauricio Pochettino úr starfi en félagið greinir frá þessu. Hann stýrði liðinu í eitt tímabil.
Pochettino og stjórn Chelsea voru ekki sammála um framhaldið.
„Ég vil þakka eigendum Chelsea fyrir tækifærið að stýra þessu sögufræga félagi. Félagið er í góðri stöðu til að fara áfram veginn í deildinni og Evrópu,“ segir Pochettino.
Jesus Perez, Miguel d’Agostino, Toni Jimenez og Sebastiano Pochettino fara allir frá félaginu með stjóranum.
Pochettino hefur mikla reynslu en hann er einn af þeim sem er orðaður við starfið hjá Manchester United.