fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2024 19:30

Brynjar Níelsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson lögmaður og fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins er mikill húmóristi á Facebook og kætir fylgjendur sína með færslum sínum: 

„Nú á ég við mikinn vanda að stríða. Vambarpúkinn herjar á mig með svo miklu offorsi að ég sést úr órafjarlægð. Staðan er sú að allar hreyfingar eru orðnar mjög erfiðar og get illa klætt mig í sokka,“ segir Brynjar í þeirri nýjustu og stefnir í óefni að hans sögn:

„Stefnir í að þurfa aðstoð við skeiningar nema tæknin geti bjargað mér. Tek einnig eftir því að konur eru hættar að sýna mér nokkurn áhuga og snúa bara upp á sig þegar ég reyni að daðra við þær.“

Brynjar spyr hverju er um að kenna. „Hefur kerfið brugðist mér og úrræði ekki næg fyrir menn í minni stöðu. Eða Soffíu sem sendir mig veikan manninn oft í búðir þar sem alls konar óhollustu er að finna. Kannski er ábyrgðin foreldra minna sem hafa ekki veitt mér nægt aðhald á uppvaxtarárum. Eina sem ég veit er að þetta er ekki mér að kenna. Það verður einhver annar að taka ábyrgðina á ástandinu. Ég kalla eftir að ríki og sveitarfélög taki sig taki og veiti mér þá aðstoð sem ég þarf.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024