fbpx
Fimmtudagur 03.apríl 2025
Eyjan

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Arnar Þór Jónsson – Framboð mitt fer gegn valdinu – niðurstöður kosninganna liggja ekki fyrir

Eyjan
Þriðjudaginn 21. maí 2024 15:00

Arnar Þór Jónsson Mynd: KSJ/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlar reyna að láta að því liggja að niðurstöður kosninganna liggi fyrir áður en kosningabaráttan er komin á fullt og frambjóðendur fá mismikil tækifæri til að kynna sig fyrir kjósendum. Arnar Þór Jónsson segir framboð sitt fara gegn þeirri valdablokk sem öllu stjórni á Íslandi og spyr hvaðan rödd gagnrýninnar hugsunar á að koma þegar stjórnmálaflokkarnir, fjölmiðlar og háskólarnir séu allir á opinberu framfæri. Arnar Þór er gestur Ólafs Arnarsonar í sjónvarpsþætti á Eyjunni í aðdragandi forsetakosninga. Þáttinn má nálgast hér á Eyjunni, á hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans. Einnig má hlusta á hann sem hlaðvarp.

Hér er brot úr þættinum:

Eyjan - Arnar Þór - 1.mp4
play-sharp-fill

Eyjan - Arnar Þór - 1.mp4

„Ég tel að það sem við höfum verið að horfa á Íslandi á síðustu árum – þá er ég að hugsa um t.a.m. ríkisvæðingu stjórnmálaflokkanna, sem ég vil kalla svo því að þeir eru komnir á opinbert framfæri, fjölmiðlarnir eru komnir á opinbert framfæri, háskólarnir eru á opinberu framfæri – hvaðan á þetta aðhald að koma, hvaðan kemur rödd gagnrýninnar hugsunar ef hún á ekki að koma frá okkur borgurunum sjálfum ef okkur er umhugað um framtíð Íslands,“ segir Arnar Þór.

„Ef við viljum að börnin okkar og barnabörn fái að erfa landið, fái að njóta góðs af auðlindunum okkar, fái að eiga þess kost eins og ég núna að bjóða mig fram í frjálsum lýðræðislegum kosningum og neyta kosningaréttar í þeim mæli sem við viljum að það hafi þá áhrif, þá verðum við að standa vörð um þetta. Ég átta mig á því, Ólafur, að því sögðu, að ég er svolítið að fara gegn þessari valdablokk sem stýrir öllu á Íslandi og ég er ekki vinsæll meðal fjölmiðlanna.“

Hér er þátturinn í heild:

HB_EYJ106_NET_ArnarThor.mp4
play-sharp-fill

HB_EYJ106_NET_ArnarThor.mp4

Arnar Þór segir að sér hafi verið haldið utan fjölmiðlaljóssins nánast allan þann tíma sem liðinn er frá því  að hann lýsti yfir framboði í janúar. „Ég vil þakka þér fyrir að bjóða mér hingað. Það ber vott um það að þú viljir hleypa röddunum að og sinna þeirri skyldu þinni sem fjölmiðlamaður að hjálpa kjósendum að sjá hverjir það eru sem eru í framboði þannig að kjósendur geti myndað sér frjálsa skoðun.“

Hann segist vera að reyna að ná utan um þau vinnubrögð birst hafi í fjölmiðlum að undanförnu. „Fjölmiðlar láta að því liggja að kosningarnar séu í einhverjum skilningi útkljáðar áður en kosningabaráttan byrjar.“

Hægt er að hlusta á þáttinn sem hlaðvarp hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google:
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti

Spyr hvort RÚV reki fréttastofu eða stundi skipulagt einelti
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum húskarlar sem þiggja löggjöf sína eins og hverja aðra ölmusu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna
Hide picture