fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Guðmunda veitir innsýn í líf öryrkja: Fór til tannlæknis 2009 og í leikhús 2014

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. maí 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er bara smá innsýn í líf öryrkja, ég gæti haldið endalaust áfram,“ segir Guðmunda G. Guðmundsdóttir öryrki í athyglisverðri aðsendri grein sem birtist á vef Vísis í dag.

Guðmunda skrifar þar um málefni öryrkja en óhætt er að segja að margir þeirra hafi það ekkert sérstaklega gott hér á landi.

„Við öryrkjar skröltum ekki neðst í fæðukeðjunni við rétt höngum í henni á annarri hendi. Það er ekki boðlegt fyrir ríka þjóð að láta okkur rétt skrimta, við hljótum að mega fá smá af kökunni,“ segir hún.

„Aumingjarnir“ borga líka skatt

Guðmunda bendir á að allt árið 2023 hafi hún fengið 5.038.618 krónur í heildargreiðslur og þar af var skattur 846.595 krónur. „Já, við aumingjarnir borgum líka skatt, eftir til ráðstöfunar 4.192.023 kr eða 349.335 kr á mánuði. Ég fæ um 360.000 kr út á mánaðamótum núna, ekki krónu meira, engin uppgrip né bónus, jú orlofsuppbótin og desemberuppbót saman um 67.000 kr fyrir skatt, TAKK svo mikið.“

Guðmunda segir að bæturnar hafi hækkað um 6.000 krónur frá áramótum en húsnæðislánið hennar á móti um 16.000 krónur. Þá er ótalið allt annað sem hefur hækkað hér á landi. „Samt á að fresta hækkunum á bæturnar okkar um eitt og hálft ár, til september 2025! Það þarf að nota peningana okkar til að fjármagna kjarasamningana.“

Vann fullan vinnudag 14 ára

Guðmunda segir að hún sé alin upp í sára fátækt þar sem oftast var ekki til matur alla daga mánaðarins. „Þá meina ég ekkert til að fá sér, við bjuggum oftast í hálf ónýtum húsum, sem engin annar vildi búa í, sem héldu hvorki vatn né vindi, við fluttum oft, allavega 12 sinnum og oft milli bæjarfélaga.“

Fjórtán ára var hún farin að vinna fullan vinnudag, oft líkamlega erfiða vinnu með löngum vinnudögum. „Ég fékk ekki góða heilsu og sterkan líkama í vöggugjöf, um 28 ára var maður búinn líkamlega og sennilega andlega en í þá daga var svoleiðis ekki rætt mikið, þarna var maður einstæð móðir að berjast við kerfið til að fá að fara á bætur, það gekk svona og svona.“

Sór þess eið að senda soninn aldrei svangan í háttinn

Guðmunda segist hafa strengt þess heit að sonur hennar þyrfti aldrei að fara svangur að sofa og hún stóð við það meðan hann bjó heima hjá henni.

„En það var ekki oft til matur fyrir mig, stundum bara súputeningur í heitt vatn og bruður. Ég átti engan vagn fyrir hann, ég hélt á honum út um allt, hann er fæddur stór, ég eignaðist regnhlífakerru þegar hann var um 1 árs. Maður eyddi engu, gerði ekkert, fór ekkert, keypti sér aldrei neitt og leyfði sér ekki nokkurn skapaðan hlut. En ég er „heppin“,“ segir Guðmunda og vísar til þess að hún hafi ekki þurft að eyða miklu í lyf og hjálpartæki.

„Fötin mín eru flest gömul og löngu komin úr tísku, ég á ódýr joggingföt og götótta boli til að vera í heima, skárri föt til að fara í heimsóknir og út í búð, og spariföt sem eru 10 til 30 ára gömul. Fötin sem þó eru keypt eru úr útsölumörkuðum, ég á 4 pör af skóm, spariskórnir eru um 14 ára gamlir, úlpan mín er um 8 ára, en sem betur fer slitna fötin hjá mér lítið svo sjaldan þarf að kaupa ný. í fyrra eyddum við hjónin saman 85.000 kr í föt og skó, eða að meðaltali 60.000 kr á ári síðustu 5 ár, það eru aðallega skór, við göngum mikið.“

Leikhús 2014 og tannlæknir 2009

Guðmunda segir að þau hjónin gefi hvort öðru ekki gjafir heldur geri þau frekar eitthvað skemmtilegt saman eða kaupa þa sem þau vantar.

„Við fórum til útlanda 2008, í leikhús 2014, Sjálfstætt fólk, mjög gaman. Við keyptum okkur alvöru Canon myndavél árið 2015, við erum bæði áhugaljósmyndarar, árið 2013 var það 32″ sjónvarp flatskjár, 2018 ný heimilistölva og ég fór til tannlæknis 2009. Við eigum bíl 2018 mótel af Citroen Cactu, förum á honum einu sinni í viku út í búð og eina til þrjár ferðir til Reykjavíkur á mánuði í læknastúss, þá reynir maður að hitta sína nánustu í leiðinni, nota ferðina,“ segir Guðmunda og bætir við að það sé góð sparnaðarleið að fara bara einu sinni í búð í viku.

Hún segist þó líka reyna að láta gott af sér leiða og bendir á að hún styrki UNICEF um 6.000 krónur á mánuði sem heimsforeldri. Þá kaupir hún áskrift af Bændablaðinu og styrkir Samstöðina. Guðmunda segist enn fremur reyna að baka en hún hefur þó aldrei átt hrærivél, aðeins góðan handþeytara og bökunaráhöldin komast í eina skúffu.

„En við höfum það fínt, okkur tókst að komast af leigumarkaðinum í okkar eigið húsnæði, aðrir sem eru að leigja hafa það svo miklu verra en við. Maður er löngu búinn að stilla væntingarvísitöluna látt og er nægjusamur með sitt, fer vel með hluti og er nýtinn. Þetta er bara smá innsýn í líf öryrkja, ég gæti haldið endalaust áfram. Orðið matarsóun finnst mér skelfilegt, að það sé fólk þarna úti að henda mat fyrir mörg þúsund krónu, HENDA mat, hvað er að,“ segir hún og beinir orðum sínum til sinna nánustu í lokin.

„Ríkidæmi mitt er sonur minn, ömmustelpa og langömmu tvíburastrákar, fyrir þau geri ég hvað sem er, þið eruð yndisleg og mér þykir óendanlega vænt um ykkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt