Roberto Martinez þjálfari Portúgals hefur tilkynnt hóp sinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi í sumar en Cristiano Ronaldo er á sínum stað.
Hægt er að gera breytingar á hópnum en þarna má finna hinn 41 árs gamal Pepe sem er enn í fullu fjöri.
Hópur Portúgals er gríðarlega sterkur en liðið vann Evrópumótið árið 2016 og er til alls líklegt í ár með frábæran hóp.
Hópinn má sjá hér að neðan.
Markverðir: Diogo Costa, Sá, Patrício.
Varnarmenn: António Silva, Danilo Pereira, Dalot, Inácio, Cancelo, Nélson Semedo, Nuno Mendes, Pepe, Rúben Dias.
Miðjumenn: Bruno Fernandes, João Neves, Palhinha, Otávio, Rúben Neves, Vitinha.
Framherjar: Bernardo Silva, Cristiano Ronaldo, Diogo Jota, Conceição, Gonçalo Ramos, João Félix, Pedro Neto, Leão.