Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.
Sjá einnig: Læknar hafa áhyggjur af áberandi aukaverkunum Ozempic – Augljóst meðal elítunnar í Hollywood
Christina Aguilera var með tónleika í Mexíkó um helgina og birti myndband frá kvöldinu á TikTok.
@madamxtina #tecateemblema #xtinamexico #madamxtina #xtina #christinaaguilera #aguilera #xtinaaguilera ♬ sonido original – Xtina
Það er óhætt að segja að flestir netverjar séu á sama máli, það hefur orðið mikil breyting á stjörnunni og telja margir sig vita af hverju.
„Besta niðurstaða Ozempic til þessa,“ sagði einn netverji.
„Það tók mig allt of langan tíma að átta mig á því að þetta væri Christina Aguilera,“ sagði annar.
„Hún og Kelly Clarkson eru á Ozempic, það virkaði svo vel fyrir þær,“ sagði netverji.
„Allir virka eitthvað svo gamlir á Ozempic en hún lítur ekkert smá vel út á þessu,“ sagði annar.
Það er vert að taka fram að söngkonan hefur til þessa ekki sagt hvort hún noti lyfi eða ekki.