Sádiarabíska deildin er með Alisson Becker, markvörð Liverpool, á blaði fyrir sumarið. Það er ítalski blaðamaðurinn Rudy Galetti sem segir frá þessu.
Sádar ætla að sækja markvörð í heimsklassa í sumar en Ederson, markvörður Manchester City, hefur einnig verið orðaður við deildina.
Alisson og Ederson hafa verið meðal fremstu markvarða ensku úrvalsdeildarinnar undanfarin ár.
Alisson er samningsbundinn Liverpool til 2027 en Galetti segir Sáda ætla að reyna að freista hans með svakalegu samningstilboði.
Stjörnur hafa streymt til Sádi-Arabíu undanfarið í kjölfar þess að Cristiano Ronaldo fór þangað fyrir um einu og hálfu ári síðan.