Í síðustu viku var birt myndband úr öryggismyndavél á hóteli frá árinu 2016 sem sýnir Diddy beita fyrrverandi kærustu sína, söngkonuna Cassie Ventura, hrottalegu ofbeldi.
Sjá einnig: Myndband sýnir hrottalegt ofbeldi Diddy gegn fyrrum kærustu sinni
Myndbandið styður frásögn hennar en hún kærði hann í fyrra fyrir ítrekuð kynferðisbrot og ofbeldi í nánu sambandi. Þau komust að samkomulagi utan dómstóla en hann hélt fram sakleysi sínu. Eftir að CNN birti myndbandið baðst hann afsökunar á hegðun sinni.
Fjórar aðrar konur hafa sakað rapparann um brot gegn sér. Diddy hefur allan tímann haldið fram sakleysi sínu.
Í mars gerðu vopnaðir alríkisfulltrúar húsleit á heimilum Diddy. Dómstólar heimiluðu húsleitina og ákvað lögreglan að gefa tónlistarmanninum ekki ráðrúm til að koma mögulegum sönnunargögnum undan. Þar með er gert áhlaup þar sem lögregla mætir á svæðið, brýtur sér leið inn og snýr svo öllu á hvolf. Hann er til rannsóknar vegna gruns um mansal.
Eftir að myndbandið fór á dreifingu um helgina hafa netverjar verið að grafa í fortíð rapparans og fundið ýmislegt vafasamt sem þeir sjá í allt öðru ljósi nú þegar sannleikurinn um hann virðist vera að brjótast út. Eins og myndböndin hér að neðan.
@theempressivetv Diddy mistreated Cassie (watch full video on my youtube channel…link in bio) #diddy #pdiddy #cassie ♬ original sound – EmpressiveTV
@blackteaqueensz You can tell something been up about #DiddyandCassie relationship by looking at this vid that came out 5 years ago. She look like she was forced to do this #diddy #cassie #diddydidit #fypシ ♬ Face Card – Lyriq Luchiano
Gamalt viðtal við Diddy hefur verið að vekja athygli á ný, þegar hann var gestur í spjallþætti Ellen DeGeners og hún spurði hann út í stuðning hans við tónlistarmanninn Chris Brown eftir að hann var handtekinn fyrir að beita þáverandi kærustu sína, söngkonuna Rihönnu, ofbeldi árið 2009.
Viðtalið var sama ár en í því spurði DeGeners hann af hverju hann hafi lánað Brown húsið sitt til að hitta Rihönnu eftir árásina til að koma þeim aftur saman.
Diddy sagðist ekki „vilja fordæma einhvern“ og sagði að þegar hann er vinur einhvers þá er hann líka vinur „þegar það er erfitt.“
Þá sagði Ellen: „Ég vil ekki að einhver stelpa þarna úti haldi að það sé í lagi að fara aftur til karlmanns sem lamdi hana.“
„Mér finnst ekki í lagi þegar fólk beitir annað fólk ofbeldi,“ sagði hann.
„Ég held að við verðum að vera hreinskilin við okkur sjálf sem fullorðið fólk og fólk sem hefur verið í samböndum. Við vitum að sambönd eru stundum ljót og stundum kemur það ekki fram, eins og það hefur komið fram núna. Það eru margir að kasta steinum en við vitum ekki hvað gerðist nákvæmlega.“
Horfðu á umræddan viðtalsbút hér að neðan.