fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Erdogan hraunar yfir Eurovision

Fókus
Þriðjudaginn 21. maí 2024 08:02

Erdogan Tyrklandsforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Recep Erdogan, forseti Tyrklands, er ekki mikill aðdáendi Eurovision-söngvakeppninnar ef marka má ummæli hans á blaðamannafundi í gær.

Tyrkir hafa ekki tekið þátt í keppninni síðan árið 2012 en þeir báru sigur úr býtum árið 2003, sama ár og Birgitta Haukdal flutti lagið Open Your Heart fyrir Íslands hönd.

Erdogan segir að keppnin vegi að „hefðbundnum fjölskyldugildum“ og ýtti undir „kynhlutleysi“. Tilefni þessara orða forsetans virðist hafa verið sigur Sviss, en kvárið Nemo keppti fyrir hönd landsins og vann glæstan sigur. Varð Nemo þar með fyrsta kvárið til að vinna sigur í keppninni.

Á blaðamannafundi eftir ríkisstjórnarfund sagði Erdogan að keppendur í Eurovision væru „trójuhestur samfélagslegrar siðspillingar“ og taldi réttast að Tyrkir héldu sig áfram frá keppninni. „Á svona viðburðum er ómögulegt að hitta venjulega manneskju,“ sagði hann.

Erdogan er umdeildur á Vesturlöndum og hefur margoft talað gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone